Þorsteinn Árnason
Ökukennsla til almennra ökuréttinda
Hvernig fer aksturskennslan fram?
Einstaklingsmiðuð kennsla eftir þínum þörfum
Fyrirkomulag
Ökunám til B-réttinda getur hafist við 16 ára aldur.
Nemandinn/foreldrar/forráðamenn geta haft samband í gegnum síðuna hérna eða hringt í uppgefið símanúmer hér á síðunni
Við byrjum á að fara yfir ýmis hagnýt atriði með nemandanum/foreldrum/forráðamönnum þar sem ferli ökunámsins frá upphafi til enda er rammað.
Meðal annars, er farið yfir kennsluáætlun, námsefni, kostnað og greiðslukjör.
Ökutímar eru skráðir rafrænt hjá ökukennara (island.is) 10 -12 ökutímar eru teknir að jafnaði áður en æfingarakstur getur hafist og síðar 3-5 tímar til að undirbúa nemanda undir verklegt ökupróf.
15 tímar samtals verklegir að lágmarki auk bóklega hlutans sem nemandi ber ábyrgð á sjálfur.
Nemandinn sækir um námsheimild rafrænt á island.is með því að fylla út námsheimild fyrir ökunám. Með umsókninni skal fylgja ljósmynd (35*45mm) sem þarf að skila inn hjá sýslumanni; heilbrigðisyfirlýsing eða læknisvottorð ef þörf er á þeim. Námsheimild gildir í 2 ár.
Sýslumaður veitir námsheimild sem þarf að vera samþykkt til að verkleg kennsla geti hafist.
Nemandinn byrjar verklegt ökunám hjá ökukennara og tekur samhliða ökuskóla 1-2.
Algengt er að hefja ökuskóla 1 að loknum fyrstu tímunum og fara í ökuskola 2 stuttu áður en bóklega prófið er tekið, til að námsefnið sé ferskt í minni.
Áður en nemandi getur skráð sig í ökuskóla 3 þarf hann að hafa lokið ökuskóla 1 og 2 sem er oftast tekið á netinu og að hafa lokið 12 tímum með ökukennara. Að loknum ökuskóla 1,2 og 3 getur nemandi skráð sig í bóklegt próf hjá frumherja og má nemandi ljúka skriflegu prófi allt að 2 mánuðum áður en hann verður 17 ára.
Fyrir eldri nemendur fæst próftökuréttur í bóklegt ökupróf eftir 12 verklega ökutíma auk ökuskóla 1,2 og 3 lokið.
Ökukennari skráir nemendur í verklegt próf eftir að lágmarki 15 kennslustundum er lokið. Fjöldi nauðsynlegra kennslustunda fer alfarið eftir getu nemanda og hvað þeir hafa fengið góða þjálfun í æfingarakstri með leiðbeinanda.